mikið svakalega er sýningin gott leikhús! ... upplifunin var eiginlega brjálæðisleg
Þröstur Leó er einhver besti leikari sem við eigum og hefur verið síðan hann hóf sinn feril (ógleymanlegur Hamlet árið 1988), og hann á ekki í vandræðum með Ansel. Það sem kemur samt á óvart er hvað hann leikur hann nett; þetta er langkúgaður maður af öllum, meira að segja sinni fallegu ungu konu. Þessi Ansel er löngu hættur að gera sér grillur um lífið, tekur því bara eins og hverju öðru hundsbiti. Meistaralegur leikur.
Öll hin eru nýleg á sviði og koma öll á óvart. Maríanna Clara var minnisstæð sem þjónustustúlka í Fullkomnu brúðkaupi hjá LA í fyrra en hér fær hún úr mun meiru að spila. Hún er glögg gamanleikkona, notar svipbrigði og rödd vel og á auðvelt með að leika tveim skjöldum. Svo er hún sérkennilega falleg. Þorvaldur Davíð er líka myndarpiltur og hefur töluverða sviðsreynslu en er lítt lærður leikari og það finnst á, öll líkamstjáning var ekta en röddin er ekki alveg eins hlýðin við hann og kroppurinn.
Mest mæðir á hjónunum Unni Ösp og Birni Thors í hlutverkum Joe og Dottie, og þau eru satt að segja bæði alveg æðisleg. Björn býr til svo margslunginn karakter úr sínum leynilögreglumanni og leigumorðingja að maður var lengi í vafa um að hve miklu leyti bæri að taka hann alvarlega. Svo var úr því skorið.
Dottie er ekki alveg eins og fólk er flest. jafnvel áður en hún sagði frá því sjálf var ljóst að einhvern tíma hefði verið tregt um súrefni til heilans í henni. Unnur var fullkomlega sannfærandi í hlutverkinu sem líka er best skrifað af þeim öllum - við þekkjum öll svona einstaklinga sem taka orðin nákvæmlega eins og þau eru sögð, sem skilja ekki myndmál eða þegar talað er undir rós. Hvert orð hefur bara eina merkingu og hún er nákvæmlega samkvæmt orðsins hljóðan. Ég segi fyrir mig að ég þekki Dottie og hún var lifandi komin á sviðinu.
svið Vytautas Narbutas var eitt af hans óhugnanlegu snilldarverkum og fatnaður Filippíu Elísdóttur með ólíkindum púkalegur!
Út úr hverju andartaki sýningarinnar lýsir gleði leikstjórans yfir því að fá að starfa með þessu unga og hæfileikaríka fólki. Allt hefur hann getað lagt á þau - og átökin í verkinu eru ekkert hjóm og hálfkák! Það er bannað börnum! Ég veit að aðsóknin verður alvitlaus og óska öllu því fólki góðrar skemmtunar!
Tenglar
KILLER JOE
Killer Joe í Borgarleikhúsinu
Bloggvinir
- afl
- ingvar
- dolli-dropi
- adalheidur
- agnar
- agny
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- annabjo
- annapala
- ansiva
- arnljotur
- atlifannar
- attilla
- aas
- agustolafur
- arnih
- arnim
- arnith
- polli
- sjalfstaeduleikhusin
- bjarney
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bingi
- brandurj
- binnag
- bryndisisfold
- dagga
- dabbi
- dodda-litla
- dofri
- egillrunar
- esv
- erlaosk
- pearl
- eyvi
- ea
- finnurtg
- sifjar
- fridjon
- vefarinnmikli
- flog
- grettir
- gudfinnur
- vglilja
- gutti
- marteinn
- gudmbjo
- gummisteingrims
- habbakriss
- halla-ksi
- halldorbaldursson
- hannibal
- helgahaarde
- 730
- hlynurh
- gaflari
- idno
- ingibjorgelsa
- ingimarb
- ingo
- id
- nosejob
- jensgud
- jenssigurdsson
- johannalfred
- hansen
- daath
- nonninn
- joningi
- nonniblogg
- juliaemm
- julli
- heringi
- logmalid
- kallimatt
- snarska
- hugsadu
- karifi
- kolbrunb
- kolgrima
- konur
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- dogg
- baboon
- listasumar
- lofturgisli
- mafia
- maggib
- magnusmar
- noosus
- maggaelin
- margretloa
- margretsverris
- maron
- maggabest
- moguleikhusid
- ljosbra
- poppoli
- olafurfa
- olinn
- omarragnarsson
- panama
- pallvil
- perlaheim
- hux
- frisk
- ragnarfreyr
- ranur
- salvor
- sigmarg
- sjos
- hvalur
- sms
- hvala
- sasudurnesjum
- soley
- solrun
- stefaniasig
- stebbifr
- steinarh
- steindorgretar
- kosningar
- svansson
- svenni
- tommi
- truno
- tryptophan
- ugla
- valgard
- hetjan
- vefritid
- ver-mordingjar
- hundshaus
- vilborgo
- vikingurkr
- villivill
- theld
- thorarinnh
- thorir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.