Leita í fréttum mbl.is

Úr leikdómi Fréttablaðsins eftir Kristrúnu Heiðu Hauksdóttur

Chris...á sviðinu í Borgarleikhúsinu lifnar (sagan) við í dæmalaust skemmtilegri sýningu. 

                 Star Image Star Image Star Image Star Image

Leikhópurinn glansar í þessu ótótlega umhverfi hvíta hyskisins. Þröstur Leó leikur fjölskylduföðurinn Ansel, dugminni luðra hefur sjaldan sést og uppskar leikarinn heilmikinn hlátur en einnig meðaumkun. Börnin hans Dottie (Unnur Ösp) og Chris (Þorvaldur Davíð) eru engin afbragðseintök heldur, hvað þá kvendið Sharla sem Maríanna Clara túlkar frábærlega. Björn Thors er einnig frábær í titilhlutverki leigumorðingjans og lögreglumannsins Joe sem er svo trylltur en samt næstum barnalegri en hin vanþroskaða Dottie.

Samleikur Björns og Unnar er aðallímið í sýningunni og það heldur allan tímann. Tímasetningar þeirra eru afar vel hugsaðar, bæði í gríni og dramatík. 

Tónlist Péturs Ben er virkilega góð og viðeigandi, mátulega svöl og rykug fyrir andrúmsloft sýningarinnar. Leikmynd Vytautas Narbutas er vel heppnuð að vanda ...umhverfið er hugvitsamlegt - yfirgengilega hlaðið af drasli og vísunum. Búningar Filippíu Elísdóttur eru síðan kirsuberið á þessum ofhlaðna ís, alveg stórskemmtilega óviðeigandi klæðnaðurinn var afbragð, sér í lagi múnderingar Joe.

Úr leikdómi Víðsjár - Rás 1, eftir Þorgerði E. Sigurðardóttur

Túlkun Unnar er afar tær og einstaklega sannfærandi... 

Síðast en ekki síst ber að minnast á Björn Thors sem fer með titilhlutverkið.  Hann var hreint og beint magnaður í hlutverki Joes.  Látbragð og svipbrigði eru gríðarlega vel unnin og honum tekst með eindæmum vel að gera grein fyrir þessari persónu.  Þetta var glæsilega gert hjá Birni

Hlustið á Víðsjár dóminn í heild sinni:  http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4314890/3 

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Killer Joe
Killer Joe
Ég heyrði að þig voruð að tala um að kála mömmu...mér finnst það fín hugmynd....
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband