Leita í fréttum mbl.is

Þorvaldur Davíð til USA

Þorvaldur DavíðÞorvaldur Davíð Kristjánsson sem fer með eitt aðalhlutverka í Killer Joe, hefur hlotið inngöngu í hinn virta Julliard listaháskóla í New York.  Þorvaldur fór til New York í febrúar s.l. og sótti um inngöngu í nokkra leiklistarskóla þar í borg.  Eins og sagt var frá í fjölmiðlum nýlega var Þorvaldur svo kallaður aftur til Bandaríkjanna um miðjan mars í lokaúrtak inntökuprófa í Julliard og þurfti þess vegna að gera hlé á sýningum á Killer Joe í Borgarleikhúsinu. Hann er fyrsti Íslendingurinn til þess að hljóta inngöngu í leiklistardeild Julliard.  

Sýningum á Killer Joe lýkur í apríl, en verkið verður þó tekið aftur til sýninga næsta haust.  Það er því ljóst að um síðustu forvöð er að ræða að sjá Þorvald Davíð í Killer Joe, enda flýgur Þorvaldur til Bandaríkjanna á haustmánuðum. 

Næstu sýningar á Killer Joe eru í kvöld (fimmtudag), á morgunn (föstudagskvöldið 30.mars) og svo hefur verið sett inn aukasýning á skírdag – 5.apríl n.k.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ársæll Níelsson

Hver tekur þá við hlutverkinu af honum Þorvaldi þegar sýningsr hefjast aftur?

Ársæll Níelsson, 31.3.2007 kl. 09:08

2 Smámynd: Killer Joe

Það er ljóst að við þurfum að æfa inn fyrir Þorvald, hver það verður á hins vegar eftir að koma í ljós.  Hefur þú áhuga Ársæll?

Killer Joe, 2.4.2007 kl. 22:52

3 Smámynd: Ársæll Níelsson

Ekki einungis hef ég áhuga heldur er ég sannfærður um að ég er rétti maðurinn í hlutverkið. Það hæfir mér fullkomlega.

Ársæll Níelsson, 4.4.2007 kl. 01:03

4 Smámynd: Matthias Freyr Matthiasson

Ég er svosem viss um að ég gæti einnig staðið mig með sóma

Matthias Freyr Matthiasson, 11.4.2007 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Killer Joe
Killer Joe
Ég heyrði að þig voruð að tala um að kála mömmu...mér finnst það fín hugmynd....
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband